Ertu tilbúin að verða leikstjóri í eigin lífi?

ÉG TALA ÞESS VEGNA ER ÉG!

Stígðu út úr óttanum inn í styrkinn

Ímyndaðu þér tilfinninguna eftir námskeiðið þegar þú hefur aukið sjálfstraust í fyrirlestrum og hikar ekki við að biðja um orðið. Þú hefur náð tökum á frammistöðukvíðanum svo hann hindrar þig ekki lengur. Þú nærð að fanga athygli áhorfenda óhrædd við að fólk missi áhugann. Þú getur treyst á að röddin mun ekki bregðast þér á örlagastundu. Þú hefur öðlast þekkingu á röddinni þinni og hvernig þú verndar hana undir álagi. Þú kannt að vinna með streitu og losa þig við hana jafnóðum. Hefur öðlast færni í að koma fram í myndmiðlum og nýtur þess að hafa áhrif.

JÁ ÉG VIL SKRÁ MIG!

Öll veröldin er leiksvið og aðeins leikarar hver karl og kona.”

Hvað ef lífið væri leikur! Eins og Shakespeare sagði.  Það er skemmtilegt að skoða það hvaða hlutverk við leikum hvert og eitt okkar hvern dag ... móðir, eiginkona, dóttir, amma, leikskólakennari, vinkona, ástkona... kona að versla í búð (með grímu auðvitað), kona að söngla við útvarpið (í sóttkví ) Kona á barmi taugaáfalls út af kórónaveirunni ... og þannig mætti lengi telja. Við bregðum okkur í þessi hlutverk eins og ekkert sé án þess að hugsa oftast.

Hvaða tól og tæki höfum við til að leika þessi hlutverk?Röddina, og blæbrigði hennar já eða þögnina, svipbrigði, líkamann og tjáningu hans, þetta komum við með allt saman, þetta fylgir okkur frá fæðingu. Svo setjum við okkur í búninga allt eftir tilefninu, vinnan, skólinn, bankinn, veislan, „rejúnjonið”  bónus og þegar á hólminn er komið notum við okkur spunatæknina í samskiptum. Við spinnum samtöl eftir tilefninu, við nýtum ímyndunaraflið til að setja okkur inn í aðstæður eftir kringumstæðum og beitum herbrögðum til að ná fram því sem við viljum ná. Herbrögðin byggjum við á reynslu okkar.

Leiklistin er þannig hluti af lífi okkar frá fæðingu þegar við beitum brellum til að ná athygli foreldra okkar til að fá mat. Leikur barnsins gengur svo út á það að setja sig í spor fullorðna fólksins og æfa sig þannig fyrir þær aðstæður sem bíða okkar þegar við fullorðnumst. Við förum í mömmó, búðarleik, bíló, og allskyns hlutverkaleiki. Þegar við erum ung erum við full af leikgleði og bara hendum okkur út í leikinn án þess að ofhugsa það neitt, það er bara gaman að vera þessi og hinn, hitt og þetta, geta flogið og afgreitt í búð, verið ofurhetja eða hvað sem mann dreymir um.

Allt of snemma förum við síðan að verða meðvituð um það að þegar við segjum eitthvað þá verðum við gagnrýnd fyrir það og við förum að draga röddina inn í okkur og við þorum ekki... þegar aðrir sjá.

Ertu tilbúin að verða leikstjóri í eigin lífi? Taka meðvitaðar ákvarðanir um hlutverkin þín? Leyfa þinni eigin rödd  að heyrast í gegnum öll hlutverkin? Vinna leiksigurinn að lokum í því að vera þú sjálf þrátt fyrir öll hlutverkin sem lífið hefur úthlutað þér?

Komdu með á námskeiðið „Ég tala þess vegna er ég” þar hjálpa ég þér með skapandi aðferðum leiklistarinnar til að skína í þínu stærsta hlutverki! Þér sjálfri.

Ertu tilbúin til að taka stökkið og verða frábær fyrirlesari?

Byggðu upp sjálfstraust í því að koma fram í eigin persónu og í mynd

Uppgötvaðu nýjar leiðir til að halda athygli áhorfenda

Fáðu faglega ráðgjöf um líkamsstöðu og raddbeitingu

Lærðu hvernig þú getur notað röddina og verndað undir álagi

​Fáðu leiðsögnina og stuðninginn sem þú þarft til að styrkja færni þína sem fyrirlesari

Er röddin þitt atvinnutæki?

Viltu að á þig verði hlustað?

Óttastu að röddin bresti?

Óttastu að gleyma því sem þú ætlaðir að segja?

Óttastu að halda ekki athygli áhorfenda í fjarkennslu?

Ertu kennari sem fær kvíðakast við að tala fyrir framan foreldra?

Þjáistu af raddþreytu?

Viltu öðlast betri færni í raddbeitingu?

„Efnið er mjög gott og opnaði augu mín fyrir mikilvægi þess að halda við röddinni sinni. Það er samt þessi styrka hönd Þóreyjar sem leiðir mann í gegnum efnið sem mér finnst gera námskeiðið svo öflugt. Ég tala oft opinberlega og finnst það ekki tiltökumál. En af upptökum af slíkum viðburðum má heyra hversu eintóna röddin getur verið og skortir kraft í hana og mig sjálfa. Á námskeiðinu hjá Þóreyju fékk ég fjölmörg verkfæri til að vinna með þetta. Bæði raddæfingar og öndunaræfingar en líka góð ráð til að sækja orku sem nýtist í flutning. Þórey er frábær kennari og fær mann sannarlega til að vilja læra meira."
Soffía Reykjavík

Námskeiðið kennir svo margar hliðar þess að halda fyrirlestur eða ræðu. Rödd, andlegan undirbúning, uppbyggingu efnis, líkamsstöðu og fleira. Einnig er kennari í beinu sambandi við þátttakendur þó að þetta sé fjarkennsla á netinu. Gott að geta sent inn upptökur af sér og fengið endurgjöf.
Hrund Ólafsdóttir bókmenntafræðingur og kennari Reykjavík

„Mér finnst það vera gott að vinna þetta á mínum forsendum og vinna þannig í sjálfri mér. Af því að það er hægt að horfa aftur og aftur á myndböndin og lesa glærur með í rólegheitum. Það gefur mér meira en að vera í hópi að vinna þetta. Þrátt fyrir að það sé alltaf skemmtilegra að vera á staðnum."
Kristín G. Gestsdóttir kennari Hornafirði


„Mjög gott námskeið til að æfa sig í að koma fram fyrir framan annað fólk með efnið sitt. Það er farið ofan í alla þætti sem koma að fyrirlestratækni. Þú áttar þig á því hvað þú þarft að vinna betur að og færð verkfæri í hendurnar til að vinna betur að því."
Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir kennari Reykjavík

Tileinkaðu þér atvinnumennsku og samskiptafærni til framtíðar.

JÁ GERUM ÞETTA!

Hæ ég er Þórey!

Markmið mitt er að gefa öllum, sérstaklega konum, tól og tæki til að finna sína rödd og hjálpa þeim að láta hana heyrast!

Ég var sjálf hræðilega feimin sem unglingur en sótti alltaf í námskeið til að vinna mig út úr því. Í leiklistinni var oft gott að geta skýlt sér á bak við karakter en ég fann fljótt að það var alltaf gap þarna á milli. Nú hef ég í um 20 ár unnið með fólki sem vill ná árangri í samskiptum og fyrirlestrartækni og ekkert er jafn ánægjulegt eins og það að sjá fólk ná að blómstra og þora að láta ljós sitt skína.

Önnur ástríða hjá mér er að hjálpa kennurum að þjálfa atvinnutæki sitt, röddina. Það hefur mikið skort á raddþjálfun í menntun kennara en ekkert tól er þeim jafn mikilvægt. Það sama á auðvitað við um alla sem treysta á röddina í sinni atvinnu, það skiptir máli að kunna á hana ekki síður en tölvuna sína. Tölvuna getum við endurnýjað en við eigum bara eina rödd.

Röddin er líka magnað samskiptatæki og getur verið áhrifavaldur í því hvernig til tekst í hvaða fagi sem er.

Ég hjálpa þátttakendum að þróa efni sitt í gegnum námskeiðið og koma á framfæri, svo við vinnum með að gera RÖDDINA þína eða það sem þér liggur á hjarta, sýnilegt  auk þess að þjálfa færni í fyrirlestratækni.

Hvaða aðferðir nota ég?

Ég byggi námskeiðið á skapandi aðferðum leiklistarinnar

Sérfræðiþekking mín og margra ára reynsla í faginu ásamt því að hafa kennt við helstu menntastofnanir Íslands Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Kvikmyndaskóla Íslands er það sem gefur mér styrk og sérstöðu sem nýtist mér í kennslunni og nemendur mínir njóta góðs af. Hér eru nokkrar gráður sem vitna um það.

Menntun mín

MA í Advanced Theatre Practice frá The Central School of Speech and Drama London

MA Í Hagnýtri Menningarmiðlun frá Háskóla Íslands

Kennsluréttindi í Leiklist frá Listaháskóla Íslands

Kennari Nadine George Voice Work

Leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands MK

„Námskeiðið er skemmtilegt og persónulegt sem gerir það að verkum að það er auðveldara að gefa sér tíma í að hlusta á fyrirlestrana. Þórey hefur mjög góða þekkingu á efninu þannig að námskeiðið er traustvekjandi. Fín framsetning með góðu spjalli og dæmum, ég öðlaðist tæki og tól til þess að byggja upp öryggi þegar maður undirbýr og flytur erindi. Einnig var gott og gagnlegt að fá inn hugleiðslu og ýmislegt aukaefni og Q&A er líka mjög fínt þó að ekki sé alltaf hægt að taka þátt. Þannig að þetta var skemmtilegt og mjög gagnlegt á sama tíma. "
Guðlaug M. Jakobsdóttir verkefnastjóri Reykjavík

SKIPULAG NÁMSKEIÐSINS
Kennslan fer fram í lokuðum facebook hóp þar sem ég legg inn KENNSLUMYNDBÖND og VERKEFNI vikulega. Þar er frábær vettvangur til að deila reynslu sinni og bera saman bækur sínar ef vill. Í vikulegri vinnusmiðju þar sem fyllsta trúnaðar er gætt, gefst einnig tækifæri til að eiga samræðu við hópinn um efnið sem tekið er fyrir og þau vandamál sem þú hefur rekið þig á. Heiðarleg og nákvæm endurgjöf á videopistlum ýtir þátttakendum lengra og raunverulegur árangur er skýr. Hver þátttakandi gerir æfingarnar á þeim hraða og á þeim tímum sem hentar hverjum og einum.

6 x KENNSLUMYNDBÖND með fræðsluefni
Í hverri viku tökum við fyrir afmarkað efni sem er grunnur fyrir færni í fyrirlestrartækni og flutningi á kynningum. Þú færð æfingar, vinnubók og skipulag til að fara eftir.
Þættir sem farið verður í eru
-líkamsbeiting, öndun, radd og talfæraæfingar
-hugleiðsla til að vinna með ásetning, hrinda huglægum hindrunum úr vegi og leggja grunn að raunverulegu sjálfstrausti í framkomu og fyrirlestrum.
-hlutverkin sem við leikum í þessu lífi, hvernig það að styrkja rödd okkar getur hjálpað okkur í samskiptum bæði í vinnunni og persónulega.
-hvernig rétt spennujafnvægi og streitulosun styrkir röddina og innra jafnvægi.

6 x ENDURGJÖF á videópistli
Í lok hverrar viku sendir þú mér videó upptöku af þínum fyrirlestri/kynningu (3-5 mín) sem þú þróar yfir tímabilið og færð skýra, gagnlega og heiðarlega endurgjöf á hvað þú gerir vel og hvar þú getur þróað áfram tækni þína og framsetningu efnis.

6 x VINNUSMIÐJA á Zoom nýr gestafyrirlesari í hverri viku
Vikulega verður opin vinnusmiðja þar sem við bjóðum velkomna gestafyrirlesara sem eru sérfræðingar á sínu sviði og tengjast viðfangsefni hverrar viku.
Gestafyrirlesarar verða kynntir síðar en þeir eiga eftir að koma skemmtilega á óvart og krydda og dýpka námsefnið.

6 x VIKUR af hvatningu og handleiðslu
Þú fær skipulagða þjálfun, eftirfylgni sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum og æfingar sem þú getur nýtt þér áfram.

2 x 3 VIKUR - ein fyrir og önnur eftir jól
Námskeiðið er unnið í tveimur lotum og efnið er aðgengilegt út janúar 2021. Þannig gefst tími til að taka efnið inn og melta eftir fyrstu lotu fyrir jól, lifa með því og breyttu hugarfari í þrjár vikur og koma aftur að þjálfun í janúar. Það tekur 21 dag að tileinka sér nýjar venjur. Við gefum okkur þrefalt tækifæri til að aðlagaðst nýjum venjum og hugsunarhætti.

Aðgengi að lokuðum FACEBOOK hóp
Hér er bókasafnið okkar, hér birtast öll verkefnin í einingum og hér gefst tækifæri til að bera saman bækur sínar og frábær vettvangur fyrir skoðanaskipti og reynslusögur þar sem fyllsta trúnaðar er gætt.

LOTA I = 23.11. - 13.12. = 3 VIKUR Ásetningur og markmiðssetning, grunnur lagður að þjálfun og þekkingu á líkama og rödd. Æfingar lagðar inn. Gestafyrirlesarar.

3 VIKUR = 14.12. - 03.01. = JÓLAFRÍ til að melta og máta.

LOTA I I = 04.1. -24. 01. = 3 VIKUR Sterk innkoma í janúar, fleiri gestafyrirlesarar og við tengjum við sýn okkar á 2021 og ásetning okkar að gera það að besta ári okkar hingað til!

„Gott námskeið til að æfa framkomu í ræðum og fyrirlestrum. Góðar raddæfingar og hugleiðsla.
Hafrún Bylgja kennari Grundarfirði

EF EKKI NÚNA HVENÆR ÞÁ?

NÚNA ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ HUGSA TIL FRAMTÍÐAR

„Þetta er frábært námskeið, ég hef lært ótrúlega margt um hvernig ég kem efni frá mér með mismunandi flutningi og hljómburði í röddinni. Eg náði að opna hálsstöðina og finna ró inn í mér áður en ég flutti ræðuna mína. Maður lærir ákveðna slökunartækni sem nýtist áður en stigið er á svið eða þú flytur erindið þitt. Þórey kennir einnig hvernig maður liðkar röddina fyrir flutning og losnar við öll þessi hik-orð sem maður stoppar í miðjum flutningi. Ræðan mín þróaðist mikið yfir námskeiðstímabilið og ég er virkilega þakklát Þóreyju og ánægð með mig að hafa gefið mér þennan tíma til að bæta mig í því sem mér kveið alltaf fyrir að gera, nú veit ég að ég get flutt ræðu án alls efa."
Herdís Hermannsdóttir söluaðili Young Living Oil Vestmannaeyjum

VIRÐI NÁMSKEIÐSINS

6 vikuleg kennslumyndbönd, vinnusmiðja, æfingar og markmiðssetning .

Heildarvirði 180.000 kr

Persónulega og faglega endurgjöf á 6 videóupptökur til að auka færni þína

Heildarvirði 35.000 kr  

Þar á ofan, til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum sem er ómetanlegt, færðu

-persónulega eftirfylgni og aðgengi að mér í gegnum tölvupóst í 6 vikur

-vikulegar vinnusmiðjur með gestafyrirlesara þar sem þú getur fengið spurningum þínum svarað og bætt við þekkingu þína

Heildarverðmæti námskeiðs
215.000 kr en í dag býðst þér þetta námskeið á einstöku tilboði.

ÞÍN FJÁRFESTING  
KR. 90.000

EINGREIÐSLA

Greiðsluskipting
2 x 47.000 kr

„Námskeiðið opnaði augu mín um að æfingin skapar meistarann, þjálfararar geta bætt árangur og endurmenntun er lífsnauðsynleg
Edda Hersir Sigurjónsdóttir sjálfstætt starfandi Reykjavík

„Radd og fyrirlestrar námskeiðið hjá Þórey er mjög áhugavert. Fullt af gagnlegum æfingum til að byggja þig upp fyrir ræðumennsku en líka til að koma máli þínu til skila í daglegu lífi. Námskeiðið er persónulegt og praktískt og í því góð eftirfylgni með framvindunni. Þú stjórnar tímanum sjálf þar sem það er til taks á netinu í þessar 4 vikur."
Rakel Steinarsdóttir myndlistarmaður Reykjavík

TÍMINN ER NÚNA!

ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR

  • HVAR FER NÁMSKEIÐIÐ FRAM?
    Námskeiðið fer fram á netinu, fræðsluefni, verkefni og fyrirlestrar birtast í lokuðum facebook hóp og vikuleg vinnusmiðja fer fram í gegnum samskiptatækið Zoom. Skýrar leiðbeiningar verða gefnar svo hver og einn ætti auðveldlega að geta tileinkað sér þá tækni sem þarf til að fylgja námsefninu.
  • ÞARF ÉG AÐ GERA VERKEFNIN Á ÁKVEÐNUM TÍMA?
    Nýtt fræðsluefni og verkefni koma inn vikulega, á hverjum mánudegi.
    Efnið getur þú lesið og verkefnin getur þú leyst á þeim tíma sem þér hentar. Til að fá sem mest út úr námskeiðinu skila þátttakendur inn myndböndum með pistli/ á hverjum mánudegi þar á eftir. Hann getur þú unnið að öðru leyti þegar þér hentar. Þetta er eitt af því sem fólki finnst svo frábært við námskeiðið, að það getur sniðið það eftir sínum vexti.
  • ÉG ER MJÖG UPPTEKIN NÚNA?
    Ef þú ert að lesa þennan texta þá er þetta námskeið greinilega eitthvað sem kallar á þig. Ef ekki núna þá hvenær? Settu sjálfa þig í fyrsta sætið og fjárfestu í þekkingu og persónulegri færni.
    Námskeiðið er unnið í tveimur lotum og tími til að melta yfir jólin.
  • HVERSU LENGI ER EFNIÐ AÐGENGILEGT?
    Efnið verður aðgengilegt í facebook hópnum í tvær vikur eftir að námskeiði lýkur.
  • ER BOÐIÐ UPP Á TÆKNILEGA AÐSTOÐ?
    Já tæknilegir þættir varðandi námskeiðið og skipulag verða teknir fyrir í kennslumyndbandi og eins er sjálfsagt að spyrja og öll hjálp er í boði.
  • GET ÉG SÓTT UM STYRK FYRIR NÁMSKEIÐIÐ?
    Já flest stéttarfélög hafa stutt svona sjálfstyrkingarnámskeið.
  • ER ÞÁTTTÖKUGJALDIÐ ENDURKRÆFT?
    Nei, ég reikna með að fólk geri samning og skuldbindi sig þegar það skráir sig á námskeiðið. Það hefur sýnt sig að það er það sem skilar þeim mestum árangri.

Þórey Sigþórsdóttir

Leiðandi kennari í rödd og fyrirlestratækni á Íslandi

www.thoreysigthors.com 

Ekki tilbúin að taka skrefið?

Tölum saman um markmið þín og hvernig ég get hjálpað.
Að fjárfesta í sjálfum sér er stórt skref en þú, atvinnutæki þitt og raddheilsa er þess virði. Bókaðu frían tíma í ráðgjöf hjá mér til að skoða markmið þín og drauma og skoðum saman hvað það er sem ég get hjálpað þér með ef við ákveðum að vinna saman.

@2020 info@thoreysigthors.com