Það eru margir sem taka röddinni sem sjálfsögðum hlut og átta sig ekki á þeim möguleikum sem þetta stórkostlega fyrirbæri röddin hefur í samskiptum í lífi og starfi. Þetta skiptir auðvitað sköpum þegar röddin er ATVINNUTÆKIÐ sem þú treystir á.
RÆKTAÐU RÖDDINA
ER NÁMSKEIÐIÐ FYRIR ÞIG
Skráðu þig og legðu grunn að því að auka samskiptafærni þína og verða frábær fyrirlesari
Raddþjálfun er ein besta leiðin til að vinna á móti ótta við það að tala fyrir framan fólk þar sem hún fer inn á bæði huglæga og líkamlega þætti varðandi röddina.
Góð raddbeiting skapar góða nærveru. Góð nærvera styrkir samskipti og fær fólk til að hlusta og vinna með þér.
Skýr raddbeiting og hlustun hjálpar samskiptum og minnkar líkurnar á óþarfa misskilningi og pirringi í lífi og starfi.
Grunnur fyrir góða raddbeitingu er djúpöndun, það eru ýmis jákvæð aukaáhrif af því að læra góða öndunartækni og það er lykilatriði í því að ná utan um spennujafnvægi og læra að losa sig við streitu.
Við vinnum með karl- og kvenorku raddarinnar við píanóið og opnum fyrir stærra svið í röddinni en við notum dags daglega. Þessi aðferð "Nadine George Voice Work" er frábær leið til að líkamstengja röddina og auka úthald og styrk raddarinnar ásamt því að stækka aðgengilegt svið hennar.
Æfingar til að skerpa á fókus og tengja líkama og rödd í hreyfingu. Þessar æfingar hreinlega stækka nærveru þína og hjálpa þér að "taka rýmið" þegar þú þarft að tala fyrir framan fólk.
Þessar æfingar hjálpa þér að tengja opnunina sem gerist í raddæfingum og öndun yfir í það að beita þér í textaflutningi og almennu tali. Hjálpa þér að læra að þekkja röddina og vega og meta hvað styrk þú þarft við hvaða aðstæður svo röddin hljómi og berist.
Það hefur sýnt sig að þessi aðferð NG-Raddtækni er sérlega áhrifamikil, stækkar og opnar röddina og breytir raddvitund þinni og tækni til framtíðar. Þetta er raddþjálfun sem stendur sterk með þér áfram hvort sem þú þarft að halda fyrirlestur eða eiga viðkvæm samskipti í vinnu eða einkalífi.
Til að staðfesta skráningu greiðir þú 10.000 kr
þá hefur þú tryggt þér pláss á námskeiðinu sem þú hefur í huga.
Skráningargjaldið er óafturkræft, nema námskeið verði ekki haldið.
Heildar fjárfestingin er 70.000 kr
Ganga þarf frá lokagreiðslu fyrir 5.5.
ATH. Snemmskráningar verð
kr. 65.000 eingreiðsla
gildir til mánudags 24.04.
Greiðsluupplýsingar fyrir millifærslu:
Mótttakandi:
Þórey Sigþórsdóttir kt. 251165-5569
Banki 0334 hb 26 reikn 22511
Mundu að senda kvittun á thorey@thoreysigthors.com
Fyrir greiðslukort ýttu á hnappinn hér fyrir neðan.
Ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu sent mér fyrirspurn á thorey@thoreysigthors.com
Þátttakendur sögðu um námskeiðið:
Námskeiðið er kennt í litlum hóp og
hver einn einn fær mikinn persónulegan stuðning.
Það er um að gera að vera fljótur að ákveða sig, fyrstur kemur fyrstur fær!
Síðast komust færri að en vildu.
Tímasetning
1. Mánudagur 8.5. kl. 17.30 - 21
2. Þriðjudagur 10.5. kl. 18.30 - 22
3. Mánudagur 15.5. kl. 17.30 - 21
4. Þriðjudagur 17.5. kl. 17.30 - 21
~ 3,5 klst í senn með pásu og hressingu
Þín fjárfesting 70.000 kr
eða 65.000 kr
ef þú nýtir þér snemmskráningargjaldið
sem gildir út mánudag 24.04.
Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn, staðfestingarskjal og hressing á námskeiði.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands,
Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk.
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú
~vilt styrkja þig í samskiptum og fyrirlestratækni
~hefur atvinnu af röddinni þinni og þarft að treysta á hana
~vilt öðlast meira sjálfstraust og hafa sterka rödd í hlutverkum þínum
Að þjálfa röddina er eins og að þjálfa „Vöðva sálarinnar" og er ein áhrifaríkasta aðferðin til að byggja upp raunverulegt sjálfstraust.
Þetta námskeið er ekki fyrir þig ef þú
~vilt ekki styrkja rödd þína
~ert ekki tilbúin að fara út fyrir þægindarammann
~vilt ekki fjárfesta í sjálfri þér og samskiptafærni þinni
Til að skrá þig og greiða með greiðslukorti ýttu á takkann hér
Ég elska það að vinna með röddina í allri mannlegri stærð hennar, líkamstengja hana og leyfa henni að opna inn í öll okkar tilfinningasvæði. Heimsækja öll „ljótu hljóðin" líka án þess að dæma. Röddin er svo persónulegur hlutur og svo tengdur sjálfsmynd okkar. Röddin endurspeglar allt sem við höfum gengið í gegnum. Ég upplifði það að öðlast raunverulegt sjálfsöryggi þegar ég fór að tengja við röddina í mér á alveg nýjan hátt. Það er ástæðan fyrir því að ég er að kenna þetta. Mig langaði til að aðrir fengju að upplifa þetta frelsi sem ég upplifði við að stækka innan frá í gegnum röddina.
Mín fræðilega hlið,
Ég er viðurkenndur kennari „Nadine George Voice Work" aðferðinnar og er með Diploma í Kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands.
Ég er með MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá The Royal Central School of Speech and Drama í London og
MA gráðu í Hagnýtri Menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.
Þann 9.10.2022 útskrifaðist ég sem Sjamanískur heilari, frá Patriciu Whitebuffalo, "Walking the Shaman's Path"
Síðustu 30 ár hef ég unnið sjálfstætt sem leikkona, leikstjóri og radd/leiklistarkennari.
Ég kenni reglulega við Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem ég er dósent og fagstjóri í Leik og Rödd, Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Auk þess held ég reglulega sérsniðin námskeið í fyrirlestratækni og ræðumennsku fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Ég mun skapa traust og hvetjandi námsumhverfi þar sem hver og einn fær notið sín!
Til að staðfesta skráningu greiðir þú 10.000 kr og þá hefur þú tryggt þér pláss á námskeiðinu. Skráningargjaldið er óafturkræft. Restin af þátttökugjaldi greiðist að fullu fyrir námskeið í síðasta lagi 5.5. eða eftir samkomulagi.
Greiðsluupplýsingar fyrir millifærslu:
Mótttakandi:
Þórey Sigþórsdóttir kt. 251165-5569
Banki 0334 hb 26 reikn 22511
Mundu að senda kvittun á thorey@thoreysigthors.com
Til að skrá þig og greiða með greiðslukorti ýttu á greiðsluhnappinn fyrir neðan.
Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu samband á thorey@thoreysigthors.com
Þórey Sigþórsdóttir
www.thoreysigthors.com
thorey@thoreysigthors.com
© thoreysigthors.com 2022 | Legal Information