FRAMÚRSKARANDI
FYRIRLESTRATÆKNI

15.01. - 19.02.
2025




AÐ TALA FRÁ HJARTANU

Á þessu námskeiði færðu tækifæri til að þróa fyrirlestur og þjálfa þig í munnlegri framsetningu hans. Hér færðu faglega endurgjöf á hver styrkur þinn er og hvar tækifærin þín liggja til að ná framúrskarandi færni. Í lok námskeiðs hefurðu hannað nýjan fyrirlestur og þjálfað þig með markvissri tækni í að flytja hann fyrir hópinn í traustu umhverfi.

Takmarkaður þátttakendafjöldi tryggir að hver og einn fær að njóta sín.

FRAMÚRSKARANDI FYRIRLESTRARTÆKNI

Byggir á tækni og grunni námskeiðsins RÆKTAÐU RÖDDINA en aðaláherslan er á að þróa framúrskarandi fyrirlestur og fyrirlestratækni þar sem raddbeitingin styrkir miðlun og framsetningu efnisins. Þar sem þú þróar listina að halda fyrirlestur og finnur þinn persónulega frásagnarstíl.

JÁ ég vil skrá mig !

RÖDDIN STÆKKUÐ

Farið verður í djúpöndun, rýmisnotkun og raddbeitingu. Við vinnum enn frekar í blæbrigðum, hljóm og taktbreytingum sem þjónar og styður við innihald fyrirlestursins.

ÖRUGG FRAMKOMA

Við þjálfum örugga sviðsframkomu og nýtum okkur aðferðir leikarans til að byggja upp grípandi frásagnartækni og persónulegan stíl.

FRÁSAGNARTÆKNI

Við elskum að láta segja okkur sögur. Hér skoðum við hvernig við nýtum okkar eigin sagnaarf og reynslu til að lyfta nálgun okkar og gera fyrirlesturinn persónulegri.

Það sem þú færð

01

Markviss þróun fyrirlesturs.
Flutningur þjálfaður og fínpússaður

Þessum sex vikum þróar þú þitt efni, færð endurgjöf á uppbyggingu þess og framsetningu ásamt notkun glæra.
Í lok námskeiðs hefurðu tilbúinn fyrirlestur sem þú getur markaðsett eða nýtt þér á þinn hátt í starfi eða leik.

02

Textaæfingar

Þessar æfingar hjálpa þér að tengja opnunina sem gerist í raddæfingum og öndun yfir í það að beita þér í textaflutningi og almennu tali.

Þær hjálpa þér að læra að þekkja röddina og vega og meta hvað styrk þú þarft við hvaða aðstæður svo röddin hljómi og berist. Hvort sem það er með miklum styrk eða á lágstemmdari nótum.

03

Radd og Rýmisæfingar

Æfingar til að skerpa á fókus og tengja líkama og rödd í hreyfingu. Þessar æfingar hreinlega stækka nærveru þína (presence) og hjálpa þér að „taka rýmið" þegar þú þarft að tala fyrir framan fólk. Við vinnum með karl- og kvenorku raddarinnar við píanóið og opnum fyrir stærra svið í röddinni en við notum dags daglega.

04

Öndunaræfingar

Grunnur fyrir góða raddbeitingu er djúpöndun, það eru ýmis jákvæð aukaáhrif af því að læra góða öndunartækni og djúpöndun er lykilatriði í því að ná réttu spennujafnvægi og læra að losa sig við streitu. Ekki síst þeirri streitu sem frammistöðukvíði veldur.

Óteljandi rannsóknir hafa sýnt fram á það hversu jákvæð áhrif djúpöndun hefur á líf okkar. Fólk upplifir að það á auðveldara með svefn, finnur aukna ró og verkir vegna spennu í líkamanum hverfa þegar hún losnar.

05

Einfaldar hugleiðslur

Hugleiðslur og sjónferðalög eru verkfæri til að fara dýpra og vinna með þær fyrirstöður sem sitja djúpt í undirmeðvitundinni og stoppa okkur af í því að ná árangri.

HVAÐ GERI ÉG ?

Til að staðfesta skráningu greiðir þú 11.000 kr
þá hefur þú tryggt þér pláss á námskeiðinu sem þú hefur í huga.
Skráningargjaldið er óafturkræft, nema námskeiðið verði ekki haldið.


Heildar fjárfestingin er 111.000 kr
Námskeiðið þarf að greiða að fullu áður en námskeið hefst 15.01.2025

Ath. Stéttarfélög styrkja þetta námskeið yfirleitt, tékkaðu endilega á þínu!
Hver réttur þinn er.

ATH. Snemmskráningar verð kr. 99.000
Gildir út miðvikudaginn 20.12.2024

Til að skrá þig og greiða ýttu á viðeigandi takka!
Ef þú hefur einhverjar spurningar geturðu sent mér fyrirspurn á thorey@thoreysigthors.com

GREIÐSLUKORT


RÆKTAÐU RÖDDINA hefur verið haldið reglulega við frábærar viðtökur. Margir hafa óskað þess að hafa tækifæri til að þjálfa sig í fyrirlestratækni í framhaldi af því.

Hér gefst einstakt tækifæri til að byggja á fyrri reynslu og fara dýpra. Þjálfa þinn persónulega frásagnarstíl. Fá uppbyggjandi endurgjöf á hvað það er sem þú getur gert betur og ekki síður fundið styrk þinn og hvernig þú getur náð frábærri fyrirlestrartækni.

Þátttakendur sögðu um námskeiðið:

„Röddin er atvinnutæki fréttamanna á ljósvakamiðlum. Fréttastofa sem sinnir þremur miðlum - sjónvarpi, útvarpi og vef - þarf að hafa fréttamenn sem eru jafnvígir á alla þesa miðla og þeir þurfa stöðugt að þróa og bæta þetta atvinnutæki. Vorið 2018 fóru allir fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í gegnum raddþjálfun hjá Þóreyju Sigþórsdóttur leikkonu og raddþjálfara með frábærum árangri. Þórey vinnur með öndun, raddbeitingu og framsögn þannig að hver og einn styrkir sitt atvinnutæki og persónulegan stíl. Mikil og almenn ánægja var með raddþjálfunina hjá Þóreyju enda er hún frábær kennari, jákvæð, hvetjandi, ströng og uppbyggileg í senn.”

Þórir Guðmundsson
Fréttastjóri Stöðvar 2

„Fyrir hönd okkar lykilstjórnenda á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar vil ég láta í ljós einlægar þakkir til þín fyrir framúrskarandi framkomuþjálfun starfsfólks og stuðning við tökur á ráðstefnu um stafræna vegferð Reykjavíkurborgar.”

Karen María Jónsdóttir
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra
Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar

Námskeiðið er kennt í litlum hóp og
hver einn einn fær mikinn persónulegan stuðning.


Tímasetning

1. Miðvikudagur 15.01. kl. 17.30 - 21
2.
Miðvikudagur 22.01. kl. 17.30 - 21
3.
Miðvikudagur 29.01. kl. 17.30 - 21
4.
Miðvikudagur 05.02. kl. 17.30 - 21
5. Miðvikudagur 12.02. kl. 17.30 - 21
6. Miðvikudagur 19.02. kl. 17.30 - 21


3,5 klst í senn með pásu og hressingu


Þín fjárfesting 111.000 kr

eða 99.000 kr
ef þú nýtir þér snemmskráningargjaldið og skráir þig strax!
Gildir út
20.desember 2024


Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn, staðfestingarskjal og hressing á námskeiði.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands,
Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú
~vilt styrkja þig í samskiptum og fyrirlestratækni

~hefur atvinnu af röddinni þinni og þarft að treysta á hana

~vilt öðlast meira sjálfstraust og hafa sterka rödd í hlutverkum þínum

Að þjálfa röddina er eins og að þjálfa „Vöðva sálarinnar" og er ein áhrifaríkasta aðferðin til að byggja upp raunverulegt sjálfstraust.

Þetta námskeið er ekki fyrir þig ef þú

~vilt ekki styrkja rödd þína

~ert ekki tilbúin að fara út fyrir þægindarammann

~vilt ekki fjárfesta í sjálfri þér og frábærri fyrirlestrartækni

Til að skrá þig og greiða ýttu á viðeigandi takka!

Hæ ég er Þórey

Ég hef starfað sjálfstætt sem leikkona, leikstjóri og radd/leiklistarkennari frá því ég útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands ársið 1991

Ég kenni reglulega við Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem ég er fagstjóri í Leik og Rödd, Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Auk þess held ég reglulega sérsniðin námskeið í fyrirlestratækni og öruggri framkomu með sérstakri áherslu á röddina, fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Ég elska það að vinna með röddina í allri mannlegri stærð hennar, líkamstengja hana og leyfa henni að opna inn í öll okkar tilfinningasvæði. Heimsækja öll „ljótu hljóðin" líka án þess að dæma. Röddin er svo persónulegur hlutur og svo tengdur sjálfsmynd okkar. Röddin endurspeglar allt sem við höfum gengið í gegnum. Ég upplifði það að öðlast raunverulegt sjálfsöryggi þegar ég fór að tengja við röddina í mér á alveg nýjan hátt. Það er ástæðan fyrir því að ég er að kenna þetta. Mig langaði til að aðrir fengju að upplifa þetta frelsi sem ég upplifði við að stækka innan frá í gegnum röddina.

Menntun
Leikkona frá Leiklistarskóla Íslands 1991
Leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands 2000
Viðurkenndur kennari @Nadine George Voice Work
2002
Diploma í Kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands 2004
MA í Advanced Theatre Practice
frá The Royal Central School of Speech and Drama í London 2012

MA í Hagnýtri Menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2014
Sjamanískur heilari, Patriciu Whitebuffalo, "Walking the Shaman's Path" 2022
@Infinite Receiving - Suzy Ashworth markþjálfun 2024

Ég mun skapa traust, nærandi og hvetjandi námsumhverfi
þar sem hver og einn fær notið sín!

Til að staðfesta skráningu á námskeiðið FRAMÚRSKARANDI FYRIRLESTRARTÆKNI greiðir þú 11.000 kr og þá hefur þú tryggt þér pláss á námskeiðinu.

Skráningargjaldið er óafturkræft. Restin af þátttökugjaldi greiðist að fullu fyrir námskeið eða í síðasta lagi mánudaginn 15.01.2025

Ef þú hefur lesið alla leið hingað er greinilegt að hér er eitthvað sem þú tengir við eða kallar á þig. Ég hvet þig til að nýta þér Snemmskráningargjaldið - Early Bird-
Gildir til og með 20.12.2024

Til að skrá þig og greiða með greiðslukorti ýttu á greiðsluhnappinn fyrir neðan.
Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu samband á thorey@thoreysigthors.com

JÁ ég vil skrá mig!