ÞJÁLFAÐU RÖDDINA OG MAGNAÐU SJÁLFTRAUST ÞITT
Komdu með í ferðalag, styrktu röddina þína og uppgötvaðu nýja hóla og hæðir!
Helgarnámskeið 7. og 8. september
Einstakt AFMÆLIS tilboð - Raddþjálfun og Yoga
Innifalið mánuður opið kort í Yogavin
7. sept - 7. okt að verðmæti 15.900
Tryggðu þitt pláss í dag!
Tíminn er núna - við teljum niður!
Ógleymanlegt ferðalag inn í þitt innra landslag.
Skráðu þig strax og nýttu þér snemmskráninguna SNEMMSKRÁNINGARVERÐ gildir til 30.08.
- Alfred Wolfsohn-
Djúpöndun og rétt spennujafnvægi í líkamanum er undirstaða góðrar raddbeitingar og öruggrar tjáningar.
Djúpöndunin hjálpar þér að losa um hálsstöðina og kökkinn
sem stundum stoppar þig í því að tjá þarfir þínar og skoðanir.
Það fyrsta sem við gerum er að skapa meðvitund og hlustun í gegnum líkamann, skoða stöðuna eins og hún er núna.
Finna og virkja hljómbotn raddarinnar og byggja upp úthald, styrk og hljóm.
Öndunaræfingar í slökun, kyrrstöðu og hreyfingu hjálpa þér að vinna með fyrirstöður, styrkja líkamstjáningu
ásamt því að en opna fyrir frjálsa og örugga tjáningu.
Eftir þessar æfingar líður þér eins og þú hafir stækkað innan frá og þú öðlast hugrekki
til að taka meira pláss og standa í styrknum þínum í krefjandi aðstæðum.
Dönsum orkustöðvarnar
Unnið með orkustöðvarnar og þær hreinsaðar í þeim tilgangi að styðja við röddina
Áhrif hugleiðslu á röddina
Fyrirstöður eru oft huglægar og hugleiðsla er magnað tæki til að umbreyta takmarkandi hugmyndum okkar um röddina.
Karl og Kvenorka Raddarinnar
Unnið með karl- og kvenorku raddarinnar til að opna inn í nýja staði í röddinni
Raddvernd
Farið í undirstöður í raddvernd og þá hluti í umhverfinu sem hafa áhrif á röddina
Uppgötvaðu styrk þinnar eigin raddar
Nálgun Nadine George Raddþjálfunar byggir á því að hver og einn hefur einstaka rödd og alltaf unnið út frá þeim stað sem hver og einn er á
Röddin sem atvinnutæki
Það er stórkostlegt að geta átt samtal um röddina í hóp sem kemur saman með sameiginlegt markmið og reynslu.
Til að staðfesta skráningu greiðir þú 5.000 kr og þá hefur þú tryggt þér pláss á námskeiðinu. Skráningargjaldið er óafturkræft nema námskeiðið verði ekki haldið.
Verð 44.000 / snemmskráning 39.000 gildir til 30.08. - innifalið mánuður opið kort í Yogavin 7. sept - 7. okt að verðmæti 15.900 kr
- Þórey Sigþórsdóttir -
hefur unnið sem leikari, leikstjóri og raddþjálfari frá því hún útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarsskóla Íslands 1991. Hún er viðurkenndur kennari „Nadine George Voice Work" aðferðinnar og er með Diploma í Kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands.
Þórey kennir m.a. við Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem hún er fagstjóri í Leik og Rödd, við Listaháskóla Íslands; Sviðslistadeild og Listkennsludeild, auk þess býður Þórey upp á sérsniðin námskeið í fyrirlestratækni og ræðumennsku fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Þórey Eyrarrós lauk námi í "Shamanic Healing" hjá Patriciu Whitebuffalo, Walking the Wheel of Awakening og hefur þróað sína eigin nálgun í því að flétta aðferðir sjamanískar heilunar og orkuvinnu við raddþjálfunaraðferð NGVW.
„Aukinn raddstyrkur, get beitt röddinni betur"
„Fyrir mig var þetta námskeið ótrúleg uppljómun"
„Ef ég hefði einhvern tíman verið nálægt því að geta flogið, þá var það í lok þessa námskeiðs"
„Miklu betri og áheyranlegri"
„Mjög góð upplifun"
Til að staðfesta skráningu greiðir þú 5.000 kr og þá hefur þú tryggt þér pláss á námskeiðinu.
Skráningargjaldið er óafturkræft.
Þátttökugjald greiðist að fullu í síðasta lagi fyrir námskeiðið 7. september
Greiðsluupplýsingar fyrir millifærslu finnurðu í skráningarforminu
©2024 Þórey Sigþórsdóttir.
Created with Leadpages